Hestaferðir
Fyrsta ferðin með gesti var árið 1993. Þetta var 2ja vikna ferð í Skagafjörð og voru gestirnir samtals fjórir.
Leiðsögumenn voru reyndar fleiri en gestir.
Hestaferðirnar eru aðallega í samvinnu við Arinbjörn á Brekkulæk og einnig Ís-hesta.
Samstarfsmaður í hestaferðum er Herdís K Brynjólfsdóttir.
Gestum hefur fjölgað með árunum og margir koma ár eftir ár.
Hestaferð á íslenska hestinum í íslenskri náttúru er einstök.
Ferðahrossin eru flest til sölu, enda kviknar oft samband milli manns og hests í svona ferð.
Nú eru ferðirnar einkum um Vesturland og Norðvesturland. Húnaþing, Dali og Snæfellsnes.
Húnaþing: Yfir Hópið að Þingeyrum - verða ekki 2011.
Dalir: Haukadalsskarð að Svarfhóli.
Snæfellsnes: Löngufjörur.
Ríðum og ríðum - YouTube

|